fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
433Sport

Risatíðindi fyrir Mílanó-félögin

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. október 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð Mílanó hefur samþykkt sölu á lóð leikvangsins San Siro til AC Milan og Inter, sem hyggjast byggja nýjan heimavöll á henni.

Samþykktin kom eftir langa umræðu í ráðinu sem stóð fram á nótt. Atkvæðagreiðslan fór fram klukkan 03:45 að staðartíma og var niðurstaðan 24 atkvæði með og 20 á móti. Sala svæðisins nemur rúmum 197 milljónum evra og markmiðið er að nýr leikvangur verði tilbúinn fyrir EM 2032.

„AC Milan og FC Internazionale lýsa ánægju sinni með samþykkt borgarráðsins á sölu San Siro og nærliggjandi svæðis. Þetta er sögulegt og stórt skref fyrir framtíð félaganna og borgarinnar. Nú horfum við með trausti og ábyrgð til næstu skrefa í ferlinu sem mun leiða til byggingar nýs leikvangs sem uppfyllir hæstu alþjóðlegu kröfur, heimsleikvangs sem verður nýtt tákn borgarinnar og knattspyrnuáhugamanna um allan heim,“ segir í yfirlýsingu félaganna.

Heildarfjárfesting félaganna er áætluð um 1,2 milljarðar evra. Auk nýs leikvangs verður byggt upp verslunarsvæði, söfn, hótel og afþreyingarsvæði fyrir stuðningsmenn. Verkefnið er skipulagt í fimm svæði og er vonast til að það skili 3,1 milljarði evra í efnahagslegum ávinningi og rúmlega 16 þúsund störfum fyrir árið 2035. Arkitektastofurnar Foster & Partners og Manica leiða verkið.

Bygging nýja leikvangsins kallar á niðurrif mest alls San Siro, eða Stadio Giuseppe Meazza, eins og hann er nú. Um 91 prósent af vellinum fer, þar á meðal fyrsta og þriðja stúkan ásamt hluta annarrar. Hlutar sem verða eftir verða nýttir sem almenningsgarður og gönguleiðir.

Milan og Inter hafa unnið í nærri áratug að því að fá eigið heimavöll og samþykki borgarráðsins færir félögin nær því markmiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvö mörk Berglindar dugðu ekki til og enn seinkar fögnuði Blika

Tvö mörk Berglindar dugðu ekki til og enn seinkar fögnuði Blika
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heimir hverfur á braut

Heimir hverfur á braut
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varð hugsað til annars brottreksturs eftir fréttirnar af Davíð – „Eruði hálfvitar?“

Varð hugsað til annars brottreksturs eftir fréttirnar af Davíð – „Eruði hálfvitar?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kemur í ljós á morgun hvort KA komist áfram í Meistaradeildinni

Kemur í ljós á morgun hvort KA komist áfram í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar Þór látinn fara í Belgíu

Arnar Þór látinn fara í Belgíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur verulegar áhyggjur af stöðu Wirtz á Anfield – „Ég sé ekki hvar hann passar inn í þetta lið“

Hefur verulegar áhyggjur af stöðu Wirtz á Anfield – „Ég sé ekki hvar hann passar inn í þetta lið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefnir í mikið högg í reksturinn í Smáranum – Geta unnið það upp með þessum hætti

Stefnir í mikið högg í reksturinn í Smáranum – Geta unnið það upp með þessum hætti