Helgi Mikael Jónasson mun í dag dæma leik Bayer 04 Leverkusen og PSV Eindhoven í Unglingadeild UEFA.
Hann verður ekki eini Íslendingurinn að störfum í leiknum en aðstoðadómarar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.
Leikurinn fer fram í Þýskalandi og hefst í dag klukkan 12.