Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona og leikmaður Inter á Ítalíu, kom í stutta og óvænta heimsókn til Íslands um helgina og sýndi frá því á Instagram.
Karólína sýnir á Instagram viðbrögð fjölskyldu og vina við því að hún væri óvænt mætt hingað til lands. Niðurstaðan ansi hjartnæmt myndband, sem má sjá hér neðar.
View this post on Instagram
Karólína gekk í raðir Inter í sumar frá Bayern Munchen. Var þetta kynnt á miðju Evrópumóti, þar sem Karólína var auðvitað stödd með íslenska landsliðinu.
Hún hafði leikið með Bayer Leverkusen á láni við góðan orðstýr undanfarin tvö tímabil.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef myndbandið birtist ekki í spilaranum