Enska fótboltagoðsögnin John Barnes hefur verið lýstur gjaldþrota eftir að fyrirtæki hans safnaði skuldum upp á yfir 1,5 milljónir punda.
Fyrrum landsliðsmaðurinn, sem er 61 árs gamall, rak fyrirtækið John Barnes Media Limited sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt bresku skattyfirvöldum (HMRC) safnaði fyrirtækið miklum skuldum áður en það fór í þrot.
Gjaldþrotatilkynningin birtist opinberlega í London Gazette í dag, þar sem fullu nafni Barnes. John Charles Bryan Barnes var getið. Tilkynningin kemur í kjölfar gjaldþrotabeiðni sem HMRC lagði fram í byrjun ágúst, og Hæstiréttur í London samþykkti þann 23. september.
Barnes, sem er búsettur í Wirral á Merseyside, var titlaður sem fyrrverandi knattspyrnumaður í opinberu skjölunum.
Nýjasta skýrsla slitastjóra sýnir að fyrirtækið skuldaði HMRC 776.878 pund í vangoldin virðisaukaskatt, tryggingargjaldi og staðgreiðslu. Þá skuldar það einnig 461.849 pund til ótryggðra kröfuhafa, 226.000 pund í stjórnendalán og 56.535 pund í kostnað við slitameðferðina.
Barnes hefur síðustu átta ár greitt niður skuldir sínar til HMRC, en í síðasta mánuði kom í ljós að hann stæði frammi fyrir nýrri gjaldþrotabeiðni.