Samkvæmt spænskum miðlum er Julian Alvarez, framherji Atletico Madrid, kominn efst á óskalista Barcelona yfir nýja leikmenn.
Joan Laporta, forseti Katalóníuliðsins, sér þennan 25 ára gamla Argentínumann sem mann til að leiða sóknarlínuna á komandi árum.
Ástæða áhugans er meðal annars sú að framtíð Robert Lewandowski, sem er orðinn 37 ára, er óljós og ljóst að hann spilar ekki á þessu stigi í mörg ár til viðbótar.
Barcelona vill tryggja sér nýjan sóknarmann sem getur bæði létt undir með Pólverjanum og tekið við keflinu þegar þar að kemur.
Alvarez gekk í raðir Atletico frá Manchester City fyrir síðustu leiktíð og hefur staðið sig afar vel.