fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
433Sport

Er Jóhannes Karl sá útvaldi í Kaplakrika?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. október 2025 16:40

Jóhannes Karl Guðjónsson / Ernir/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH-ingar vilja ekki gefa upp hver verði næsti þjálfari liðsins þó búið sé að ráða hann. Heimir Guðjónsson hættir eftir tímabilið.

Í samtali við 433.is í dag vildi Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála, ekkert gefa upp um arftaka Heimis.

Hann sagði félagið vilja klára tímabilið með stæl áður en þetta yrði tilkynnt. Það sem gæti einnig orsakað þá afstöðu FH-inga er að núverandi þjálfari þeirra gæti verið í starfi.

Það nafn sem flestir tengja við starfið hjá FH þessa stundina er Jóhannes Karl Guðjónsson, eftir því sem 433.is kemst næst er eiginkona hans flutt heimt til Íslands ásamt yngstu börnum þeirra.

Jóhannes hefur stýrt AB í þriðju efstu deild Danmerkur í rúmt ár, liðið er á toppi deildarinnar þar. Áður var hann aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og vann með Arnari Viðarssyni og Age Hareide.

Samstarf Jóhannesar og Arnars var gott en það er einmitt bróðir Arnars sem ræður för í Kaplakrika, Davíð Þór gæti því hafa leitað ráða hjá stóra bróður.

Jóhannes hafði áhuga á því að taka við ÍA í sumar en fékk sig ekki lausan frá AB á þeim tímapunkti, óvíst er hvort hann geti losað sig þaðan núna. Jóhannes Karl stýrði HK og ÍA áður en hann tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara.

Einnig er Ólafur Ingi Skúlason nefndur til sögunnar en hann er á leið í verkefni með U21 árs landsliðinu í næstu viku. Ólafur hefur hafnað tilboðum frá félagsliðum eftir að hann hóf störf hjá KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þrír kostir í boði fyrir Mainoo

Þrír kostir í boði fyrir Mainoo
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er nú sagður efstur á óskalistanum

Er nú sagður efstur á óskalistanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Spurður út í Trent eftir að hann framlengdi við Arsenal – „Ég hef ekki unnið neitt hér“

Spurður út í Trent eftir að hann framlengdi við Arsenal – „Ég hef ekki unnið neitt hér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Högg í maga Liverpool

Högg í maga Liverpool