FH er búið að ráða þjálfara og verður hann kynntur innan tíðar. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.
Heimir Guðjónsson hættir með liðið að loknu tímabili en þetta er hann þriðja ár í endurkomu sinni.
„Það er búið að ráða nýjan þjálfara. Við munum tilkynna hann fyrir lok mánaðar. Ég vil ekki segja meira að svo stöddu,“ sagði Davíð Þór Viðarsson við Fótbolta.net.
Davíð segir FH láta Heimi fara því tölfræði liðsins hafi ekki verið nógu góð og að félagið vilji fara að spila enn yngri leikmönnum en gert hefur verið.
Heimir hefur reynst FH frábærlega, fyrst sem leikmaður og síðar með þjálfari. Hann var rekinn úr starfi árið 2017 en snéri aftur eftir erfið ár í Kaplakrika og rétti skútuna af.