Manchester United er að skoða það alvarlega að setja upp æfingaleiki í miðri viku til að reyna að afla félaginu tekna.
United er ekki í neinni Evrópukeppni í ár og því er álagið lítið.
Samkvæmt Athletic er félagið að skoða kosti þess að spila meðal annars leiki í Sádí Arabíu.
Það gæti gefið vel í aðra hönd að spila slíkan leik. PSG fór í ferðalag til Riyadh árið 2023 og mætti þar stjörnuliði deildarinnar.
Ljóst er að United gæti hugsað sér eitthvað slíkt til að reyna að fá tekjur í kassann.