Rasmus Hojlund fer vel af stað hjá Napoli eftir komuna frá Manchester United í sumar.
Danska framherjanum gekk illa í tvö ár á Old Trafford og var lánaður til Ítalíu í sumar. Virðist honum líða afar vel þar.
Hojlund skoraði bæði mörk Napoli í 2-1 sigri á Sporting í Meistaradeildinni í gær og er nú kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm leikjum sínum.
Athygli vekur að það eru jafnmörg mörk og hann skoraði í síðustu 35 leikjum sínum fyrir United. Segir margt um hvað gekk illa þar.
3 – Rasmus Højlund has scored three goals in five games for Napoli, as many as he scored in his final 35 matches for Manchester United. Thriving. pic.twitter.com/vJNQOksVE8
— OptaJoe (@OptaJoe) October 1, 2025