Erling Haaland átti enn einn stórleikinn fyrir Manchester City á miðvikudagskvöld, en það sást ekki á svipnum hans eftir leikinn.
Norski framherjinn skoraði tvö mörk í 2-2 jafntefli gegn Mónakó í Meistaradeildinni og var valinn maður leiksins. Þrátt fyrir það birtist hann steinrunninn á mynd með verðlaunagripinn, án bros.
Haaland virtist svekktur með að City hafi misst niður 2-1 forystu á 90. mínútu, þegar Eric Dier jafnaði úr vítaspyrnu eftir að Nico Gonzalez sparkaði hann óviljandi í höfuðið inni í teig.
„Auðvitað líður mér ekki vel, við unnum ekki,“ sagði Haaland eftir leik.
„Við gerðum óþarfa hluti í seinni hálfleik og mér fannst við ekki spila nógu vel. Við áttum ekki skilið að vinna, þess vegna gerðist þetta.“
Þegar hann var spurður hvað hafi vantað í frammistöðuna, svaraði hann. „Orku. Við þurfum meiri orku, við þurfum að ráðast á þá eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við stjórnuðum miklu meira þá. Í seinni hálfleik náðu þeir völdum og mér fannst það ekki nægjanlega gott.“