fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
433Sport

Þrír kostir í boði fyrir Mainoo

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. október 2025 11:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Kobbie Mainoo, 20 ára miðjumaður Manchester United, þrjá valkosti ef hann ákveður að yfirgefa félagið í janúarglugganum.

Mainoo, sem átti stórt hlutverk undir stjórn Erik ten Hag og skoraði meðal annars í bikarúrslitum gegn Manchester City í maí 2024, hefur fengið minni spilatíma hjá nýja stjóranum Ruben Amorim.

Portúgalinn hefur treyst á Casemiro og Bruno Fernandes á miðjunni og ekki byrjað Mainoo í fyrstu sex leikjum tímabilsins.

Daily Mail greinir frá því að þrjú stórlið fylgist grannt með stöðu leikmannsins: Napoli á Ítalíu, Real Madrid og Atlético Madrid. Mainoo er samningsbundinn United út 2027 en er sagður opinn fyrir láni eða sölu ef staðan batnar ekki.

Framtíð Amorim gæti einnig haft áhrif á málið, en BBC segir Sir Jim Ratcliffe, eiganda United, ætla að gefa honum heilt tímabil til að sanna sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslenskir dómarar að störfum í Þýskalandi

Íslenskir dómarar að störfum í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona gengur miðasalan á stórleikina fyrir sig

Svona gengur miðasalan á stórleikina fyrir sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Klopp saknar þess ekkert að þjálfa og segist ekki ætla að gera það aftur

Klopp saknar þess ekkert að þjálfa og segist ekki ætla að gera það aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Keflvíkingar skipta um þjálfara

Keflvíkingar skipta um þjálfara