Félög í sádiarabísku úrvalsdeildinni eru að undirbúa það að reyna að fá Bernardo Silva, miðjumann Manchester City, samkvæmt Talksport.
Silva hafnaði gríðarlega rausnarlegu tilboði frá Al-Hilal í sumar, þar sem honum voru boðin um 700 þúsund pund á viku. Þá lét Portúgalinn í ljós að hann hygðist vera áfram hjá City að minnsta kosti fram yfir HM 2026.
Nú eru fleiri félög í Sádi-Arabíu farin að sýna mikinn áhuga. Al-Ahli og Al-Qadsiah eru sögð leiða kapphlaupið um Silva, á meðan Al-Nassr gæti einnig verið með í því.
Silva verður samningslaus hjá City eftir tímabilið og getur farið frítt annað þá ef ekki verður búið að endursemja.