fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Maggi Már Mosfellingur ársins

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mosfellingur ársins 2024 er Magnús Már Einarsson þjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu. Maggi, eins og hann er alltaf kallaður, afrekaði það á síðasta tímabili að koma knattspyrnuliði Aftureldingar í efstu deild.

Bæjarblaðið Mosfellingur stendur nú fyrir valinu á Mosfellingi ársins í 20. sinn.

Þetta er í fysta skipti sem karlalið Aftureldingar spilar í deild þeirra bestu en síðasta haust átti knattspyrnudeildin 50 ára afmæli. „Ég er mjög þakklátur og snortinn að fá þessi verðlaun frá besta blaði í heimi. Fyrir mig persónulega eru þetta skemmtilegustu verðlaun sem ég hef fengið á ævinni,“ segir Magnús Már.

„Mér finnst þessi verðlaun vera fyrir alla sem hafa hjálpað Aftureldingu að komast upp í efstu deild. Leikmannahópurinn hefur lagt mikla vinnu á sig undanfarin ár og flestir leikmenn okkar eru uppaldir hjá Aftureldingu eða hafa verið mjög lengi hjá félaginu. Þjálfarateymið er frábært og má þar fyrstan nefna Enes Cogic aðstoðarþjálfara en hann hefur starfað með mér frá fyrsta degi og verið mér stoð og stytta.

Sjálfboðaliðarnir og stjórn meistaraflokksráðs, með Gísla formann í broddi fylkingar, eiga ótrúlega mikinn þátt í þessu líka sem og auðvitað stuðningsmenn og styrktaraðilar. Þá vil ég nýta tækifærið og þakka fjölskyldu minni fyrir stuðninginn og sérstaklega foreldrum mínum og Önnu Guðrúnu eiginkonu minni.“

Maggi er uppalin Mosfellingur, hann byrjaði að æfa fótbolta með 6. flokki árið 1998 og spilaði upp alla yngri flokka í Aftureldingu og tók við sem aðalþjálfari liðsins 2019.

Það hefur verið draumur Magga frá barnæsku að sjá Aftureldingu spila í efstu deild. „Ég byrjaði að mæta á alla leiki hjá meistaraflokki 1999 og hef varla misst úr leik síðan. Ég byrjaði sem boltastrákur á Tungubökkum, sat þar fyrir aftan markið með hestunum. Svo mætti ég sem stuðningmaður, fljótlega tók ég að mér að útbúa leikskrár fyrir alla leiki, síðan varð ég leikmaður, aðstoðarþjálfari og nú þjálfari. Það hefur margt breyst síðan ég sat þarna á Tungubökkunum með hestunum, en þá var Afturelding í neðstu deild,“ segir Maggi en markmiðið var skýrt frá upphafi og það var að koma liðinu upp í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Í gær

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar