Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út, en þátturinn kemur út í hverri viku á 433.is.
Eins og alltaf sjá Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson um þáttinn. Gestur þeirra að þessu sinni er handboltamaðurinn og spekingurinn Kári Kristján Kristjánsson.
Karlalandsliðið í handbolta er að sjálfsögðu í fyrirrúmi í dag. Liðið hefur unnið alla leiki sína á HM. Er rætt um það og framhaldið.
Þá er farið í nokkrar fótboltafréttir, enska boltann og Meistaradeildina í restina.
Horfðu á þáttinn í spilaranum eða hlustaðu á helstu hlaðvarpsveitum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl, Lengjunnar, Happy Hydrate og Olís