fbpx
Föstudagur 14.febrúar 2025
433Sport

Tekur athyglisvert skref eftir erfiða mánuði

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wilfried Zaha hefur átt erfiða mánuði undanfarið og virðist nú á leið til Bandaríkjanna samkvæmt fréttum þar í landi.

Zaha er nú á láni hjá Lyon frá Galatasaray en tyrkneska félagið mun kalla hann til baka og lána út til Charlotte FC í Bandaríkjunum. Er leikmaðurinn sagður kominn vel á veg í viðræðum þar.

Zaha, sem er 32 ára gamall, gekk í raðir Galatasaray frá Crystal Palace sumarið 2023 eftir frábær ár í London. Stóð hann ekki undir væntingum í Tyrklandi og var lánaður til Lyon í sumar, þar sem hann hefur heldur ekki staðist væntingar.

Nú mun hann að öllum líkindum reyna að kveikja á ferli sínum enn á ný með Charlotte.

Þess má geta að Dean Smith, fyrrum stjóri Aston Villa, Norwich og fleiri liða, er við stjórnvölinn hjá Charlotte.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var nær dauða en lífi fyrir tveimur mánuðum en bati hans er ótrúlegur

Var nær dauða en lífi fyrir tveimur mánuðum en bati hans er ótrúlegur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo mokaði mest inn árið 2024 – Þetta voru 10 launahæstu íþróttamenn í heimi

Ronaldo mokaði mest inn árið 2024 – Þetta voru 10 launahæstu íþróttamenn í heimi
433Sport
Í gær

Lofaði vini sínum Range Rover bifreið ef þetta myndi gerast – ,,Rúðurnar brotnar og hurðin var ónýt“

Lofaði vini sínum Range Rover bifreið ef þetta myndi gerast – ,,Rúðurnar brotnar og hurðin var ónýt“
433Sport
Í gær

Albert fær ekki að spila með Pogba

Albert fær ekki að spila með Pogba
433Sport
Í gær

Ten Hag efstur á blaði í starf sem losnaði á mánudag

Ten Hag efstur á blaði í starf sem losnaði á mánudag
433Sport
Í gær

Viðbrögð Arne Slot við dramatísku jöfnunarmarki Everton vekja athygli

Viðbrögð Arne Slot við dramatísku jöfnunarmarki Everton vekja athygli