Spænski miðillinn Sport segist vita hvert Marcus Rashford vill fara er hann yfirgefur Manchester United á þessu ári.
Allar líkur eru á að Rashford sé að kveðja United en hann hefur sjálfur sagst þurfa á nýrri áskorun að halda.
Rashford er 27 ára gamall og er uppalinn í Manchester en hann hefur aldrei spilað fyrir annað félag á ferlinum.
Fjölmörg félög eru að sýna leikmanninum áhuga en samkvæmt Sport vill Rashford semja í Barcelona.
Barcelona hefur verið orðað við Rashford en óvíst er hvort félagið sé tilbúið að fá hann í sínar raðir í janúar.