Cole Palmer er ekki ósvipaður leikmaður og goðsögnin sjálf Lionel Messi að sögn fyrrum leikmanns Chelsea, Joe Cole.
Palmer hefur átt virkilega gott tímabil með Chelsea en hann skoraði í gær er liðið gerði 2-2 jafntefli við Bournemouth.
Palmer er með 14 mörk í 21 leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur einnig lagt upp önnur sex.
Cole starfaði sem sparkspekingur fyrir TNT Sports í gær þar sem hann líkti enska landsliðsmanninum við Messi.
,,Hann minnir mig á Messi.. Ég vil samt ekki setja þá pressu á hann!“ sagði Cole við TNT.
Messi er af mörgum talinn einn besti ef ekki besti leikmaður sögunnar en hann leikur í dag með Inter Miami í Bandaríkjunum.