fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Arsenal sýnir aukinn áhuga í ljósi stöðunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. janúar 2025 20:00

Gyokeres Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal horfir í kringum sig eftir framherja í janúarglugganum, enda krýsa í gangi er varðar færanýtingu og þá eru meiðsli fram á við.

Ekki bætti úr skák að Gabriel Jesus, sem hefur staðið sig vel undanfarnar vikur, bættist á meiðslalistann gegn Manchester United í gær. Fór hann af velli eftir 40 mínútur í leiknum, sem tapaðist í vítaspyrnukeppni, og gæti verið frá í töluverðan tíma.

Independent segir nú að áhugi Arsenal á hinum sjóðheita Viktor Gyokeres hjá Sporting hafi aukist. Hann kostar 80 milljónir punda og Arsenal sá frekar fyrir sér að nota slíka fjárhæð í sumar. Félagið gæti þó neyðst til að verja henni nú.

Gyokeres er kominn með 32 mörk á leiktíðinni. Hann hefur einnig verið orðaður við fleiri lið, svosem Manchester United þar sem hans fyrrum stjóri, Ruben Amorim, er við stjórnvölinn.

Þá er Benjamin Sesko, framherji RB Leipzig sem var sterklega orðaður við Arsenal í sumar, einnig nefndur til sögunnar í Independent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sonur goðsagnarinnar fékk kallið 16 ára gamall – Fyrsti leikurinn með U18

Sonur goðsagnarinnar fékk kallið 16 ára gamall – Fyrsti leikurinn með U18
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ein stærsta stjarnan ekki valin í leikmannahópinn

Ein stærsta stjarnan ekki valin í leikmannahópinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“