Jürgen Klopp segist ekki sakna lífsins á Anfield eftir að hafa snúið baki við þjálfun og fara að starfa utan vallar.
Þjóðverjinn stýrði Liverpool í níu ár áður en hann steig frá borði árið 2024. Þrátt fyrir vangaveltur um að hann tæki fljótlega við nýju liði, hefur 58 ára gamli Klopp haldið sig fjarri hliðarlínunni síðan þá.
Hann tók í staðinn við nýju hlutverki sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull, þar sem hann hefur yfirumsjón með verkefnum hjá liðum eins og RB Leipzig, RB Salzburg og New York Red Bulls.
Í viðtali við The Athletic staðfesti Klopp enn og aftur að hann sé sáttur við þessa ákvörðun og sakni ekki þjálfunarinnar. „Ég hef alls ekki saknað þess,“ sagði Klopp.
„Ég var mjög ánægður með hvernig Liverpool hefur staðið sig. Ég horfði á einhverja leiki, en það var ekki þannig að ég hafi beðið spenntur eftir leikdag.“
„Ég vissi stundum ekki einu sinni hvenær leikirnir voru. Ég var bara úti að njóta, stundaði íþróttir, naut lífsins, eyddi tíma með barnabörnunum. Bara algjörlega venjulegt líf, meðvitaður um að ég mun vinna aftur en líka alveg viss um að það verður ekki sem þjálfari.“