fbpx
Mánudagur 29.september 2025
433Sport

Arnari heitt í hamsi eftir ófarirnar í gær – „Þorir ekki að taka erfiðar ákvarðanir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. september 2025 11:00

Arnar Sveinn. Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur fór langleiðina með að kveðja toppbaráttu Bestu deildar karla er liðið tapaði 2-0 gegn Fram í gær. Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður liðsins, telur að skipta þurfi um þjálfara eftir tímabil.

Valur hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Víkings og hefur einnig spilað leik meira. Val gekk vel lengi vel framan af móti en undanfarið hefur allt hrunið. Margir klína því á meiðsli Patrick Pedersen og Frederik Schram, sem komu í kjölfar þess að miðjumaðurinn Tómas Bent fór á miðju tímabili.

„Mér finnst mikil einföldun að segja þetta bara tengjast því að Tómas Bent hafi farið. Þetta segir mér það að undir niðri var bara meðal-fótboltalið. Þetta er búið að vera bitlaust og mér finnst eins og Túfa þori ekki að vera þjálfari Vals,“ segir Arnar Sveinn í Dr. Football.

Hann útskýrði sitt mál og talaði til dæmis um upplegg Vals í 1-0 tapi gegn Vestra í bikarúrslitunum fyrr í sumar.

„Hann þorir ekki að taka erfiðar ákvarðanir. Við getum talað um bikarúrslitaleikinn, liðsuppstillingin öskrar: Við ætlum að vera passívir. Á móti Vestra, þar sem þú átt að vera miklu betra liðið. Breiðablik í síðasta leik, 4-1 tap á útivelli gegn ÍBV, jafnteflið við ÍA. Mér finnst þetta ítrekað lélegt,“ segir hann og enn fremur að hann sjái ekki aðra leið en að skipta um þjálfara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Högg í maga hins almenna Íslendings ef þetta gengur eftir

Högg í maga hins almenna Íslendings ef þetta gengur eftir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Landsliðsmaðurinn segir framfarirnar augljósar og tekur dæmi – „Stefnan er klárlega sett á HM“

Landsliðsmaðurinn segir framfarirnar augljósar og tekur dæmi – „Stefnan er klárlega sett á HM“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar Heiðar ekki áfram í Njarðvík

Gunnar Heiðar ekki áfram í Njarðvík
433Sport
Í gær

Botnar ekki í skipulagi KSÍ – „Algjörlega galin uppsetning“

Botnar ekki í skipulagi KSÍ – „Algjörlega galin uppsetning“
433Sport
Í gær

Ótrúleg staðreynd um hörmulegt gengi Manchester United

Ótrúleg staðreynd um hörmulegt gengi Manchester United
433Sport
Í gær

Þetta þarf að gerast svo Ísrael verði hent úr leik – Bandaríkjamenn vilja ekki sjá það gerast

Þetta þarf að gerast svo Ísrael verði hent úr leik – Bandaríkjamenn vilja ekki sjá það gerast
433Sport
Í gær

Hrósar Frey í hástert – „Hann er að skapa geðveika stemningu“

Hrósar Frey í hástert – „Hann er að skapa geðveika stemningu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Margir leikmenn United sagðir hafa fundið til með Garnacho síðustu helgi

Margir leikmenn United sagðir hafa fundið til með Garnacho síðustu helgi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þénar ótrúlega upphæð mánaðarlega með heimatilbúnu fullorðinsefni – Frægir foreldrar tala ekki lengur við hana

Þénar ótrúlega upphæð mánaðarlega með heimatilbúnu fullorðinsefni – Frægir foreldrar tala ekki lengur við hana