Félög í Sádi-Arabíu munu aftur reyna við Bruno Fernandes næsta sumar. Þetta segir Fabrizio Romano.
Fyrirliði Manchester United var sterklega orðaður við Sádí í sumar en hélt tryggð við félag sitt þrátt fyrir gylliboð þaðan.
Sádarnir vilja hafa deild sína fulla af stærstu stjörnum heims og segir Romano ljóst að félög þar munu setja kapp á að landa Fernandes næsta sumar.
Fernandes er 31 árs gamall og hefur hingað til aldrei viljað fara frá United, þrátt fyrir að hafa farið í gegnum erfiða tíma félagsins.
Hann er samningsbundinn á Old Trafford í tæp tvö ár til viðbótar.