Real Madrid hefur áhuga á Vitinha, miðjumanni Paris Saint-Germain, samkvæmt fjölmiðlum á Spáni.
Vitinha var algjör lykilmaður fyrir PSG er liðið varð Evrópumeistari í vor og hafnaði hann í þriðja sæti á Ballon d’Or verðlaunahátíðinni á dögunum.
Það er því ljóst að það verður flókið og dýrt fyrir Real Madrid að fá Vitinha, en félagið gæti verið með ás í erminni.
PSG hefur nefnilega áhuga á Rodrygo, kantmanni félagsins, og er hugsanlegt að hann gæti orðið hluti af hugsanlegum viðskiptum.