fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
433Sport

Scholes hjólar fast í Rashford – „Þegar þú gefst upp einu sinni, þá ertu líklegur til að gera það aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. september 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United og nú sjónvarpsmaður, hefur ekki verið feiminn við að tjá sig um stöðu Marcus Rashford og nýverið lét hann enn á ný til sín taka.

Rashford, 27 ára, er nú á lánssamningi hjá Barcelona eftir að hafa lent í ágreiningi við Ruben Amorim á síðasta tímabili.

Síðasti leikur Rashford fyrir Manchester United var 2-1 sigur gegn Viktoria Plzen í Evrópudeildinni þann 12. desember 2024. Hann lék síðar með Aston Villa á seinni hluta tímabilsins áður en hann færði sig yfir til Spánar.

Rashford hefur byrjað vel hjá Barcelona og skoraði nýlega tvö mörk í 2-1 sigri á Newcastle í Meistaradeildinni, annað markið var sérstaklega glæsilegt og talið líklegt til að verða mark tímabilsins.

Þrátt fyrir góða byrjun Rashfords á Spáni segir Scholes að hann eigi erfitt með að gleðjast yfir velgengni hans – og sakar hann um að hafa „gefist upp á Manchester United“.

„Það er enginn vafi um hæfileikana sem þessi drengur býr yfir, þeir eru ótrúlegir,“ sagði Scholes í hlaðvarpinu The Good, The Bad & The Football.

„Hann stígur upp í stórum leik og þetta seinna mark var frábært. En ég átti mjög erfitt með að gleðjast fyrir hans hönd. Aðallega vegna viðhorfsins hans hjá United. Þegar hann var að faram þetta var hreinlega niðurlægjandi framkoma, hann sýndi engan vilja.“

„Það er eitt að lenda í rifrildi við þjálfara, en þú ert samt með samherja sem þú berð ábyrgð gagnvart og 80.000 manns á Old Trafford sem mæta í hverri viku. Þú verður að leggja þig fram.“

„Mér fannst hann hreinlega vera að ganga um völlinn eins og hann væri búinn að ákveða að fara. Allt hans viðmót var skammarlegt. Ég held að hann hafi gefist upp á Manchester United. Og þegar þú gefst upp einu sinni, þá ertu líklegur til að gera það aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gylfi að störfum í Evrópudeildinni í dag

Gylfi að störfum í Evrópudeildinni í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýju mennirnir hetjur Liverpool – Algjör heimska hjá Ekitike

Nýju mennirnir hetjur Liverpool – Algjör heimska hjá Ekitike
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óútskýrt andlát í Edinborg vekur óhug

Óútskýrt andlát í Edinborg vekur óhug
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Börsungar vilja sjá United lækka verðmiðann hressilega

Börsungar vilja sjá United lækka verðmiðann hressilega
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margir steinhissa á valinu á þeirri bestu í gær

Margir steinhissa á valinu á þeirri bestu í gær