Anderson, fyrrum miðjumaður Manchester United, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar í Brasilíu vegna vangoldinna meðlagsgreiðslna sem nema um 142.000 pundum, eða tæplega 25 milljónum króna.
Anderson á níu börn og hefur verið latur við að borga meðlög.
Dómurinn féll þann 3. september í fjölskyldudómstól í heimaborg hans, Porto Alegre, en fréttir af málinu bárust fyrst til fjölmiðla nú í vikunni.
Samkvæmt dómnum á 37 ára gamli Brasilíumaðurinn yfir höfði sér 30 daga fangelsisvist nema hann greiði skuldina tafarlaust.
Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum mun Anderson þurfa að afplána dóm sinn undir miklu eftirliti, sem felur í sér strangt eftirlit og litla sem enga útivist, ef pláss er í fangelsunum á svæðinu.
Ef fangelsisyfirvöld eru þó að kljást við plássleysi gæti hann komist inn þar sem hann má vinna eða stunda nám á daginn en verður vistaður í fangelsi á kvöldin.
Skuldirnar sem málið snýst um eru vegna meðlagsgreiðslna sem safnast höfðu upp til 28. júlí síðastliðins.
Anderson lék með Manchester United frá 2007 til 2015 og vann meðal annars fjóra Englandsmeistaratitla með félaginu.