fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Drengurinn sem reif sig í gang: Úr PlayStation í að verða bestur í heimi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. september 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpu ári síðan tók Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, ákvörðun sem vakti mikla athygli. Hann skildi Ousmane Dembélé eftir í París og tók hann ekki með í ferðina til London þegar PSG mætti Arsenal í Meistaradeildinni. Ágreiningur hafði sprottið upp milli þeirra tveimur nokkrum dögum áður og Enrique ákvað að það væri best að skilja Frakkann eftir.

„Ef einhver uppfyllir ekki væntingar liðsins eða virðir ekki reglurnar, þá er hann ekki tilbúinn til að spila,“ sagði Enrique við komuna til London. „Ég er hér til að byggja lið og í framtíðinni gæti það lið falið í sér Dembélé, bara svo það sé á hreinu,“ sagði Enrique.

Og sú framtíð varð að veruleika. Dembélé varð lykilmaður hjá PSG sem fölsk nía. Þó PSG hafi tapað fyrir Arsenal í október, þá mættust liðin aftur á Emirates-leikvanginum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í apríl. Að þessu sinni skoraði Dembélé eina mark leiksins. Hann endaði tímabilið 2024–25 með 35 mörk og 16 stoðsendingar í 53 leikjum, og PSG vann þrennuna, þar á meðal sinn fyrsta Meistaradeildartitil í sögunni.

Á kvöldinu í München þegar PSG rústaði Inter Milan 5–0 í úrslitaleiknum, lét Enrique sig ekki muna um að hrósa leikmanni sínum  þrátt fyrir að Dembélé hafi ekki skorað.

Getty Images

„Ég myndi gefa Ballon d’Or til herra Ousmane Dembélé,“ sagði Enrique. „Það hvernig hann var… það eitt og sér ætti að duga fyrir Ballon d’Or. Svona leiðir maður lið, mörk, titlar, forysta, varnarvinna, pressa… Ousmane er minn Ballon d’Or. Engin spurning.“

Fyrir drenginn frá Vernon í Normandí í Frakklandi, fæddur móður af máritanísku og senegölsku bergi brotinni og föður frá Malí, náðist hámark ferilsins á mánudagskvöldið þegar hann var krýndur sigurvegari Ballon d’Or karla á Theatre du Chatelet í París.

Ferill Dembélé hófst hjá Rennes í norðvesturhluta Frakklands áður en hann hafnaði ensku úrvalsdeildinni og gekk til liðs við Borussia Dortmund 19 ára gamall. Þar lék hann undir stjórn Thomas Tuchel í eitt tímabil áður en hann varð næstdýrasti leikmaður heims árið 2017 þegar Barcelona greiddi 135,5 milljónir punda fyrir hann.

Hjá Barcelona var alltaf talað um að Dembele hugsaði ekki nógu vel um sig, væri í PlayStation fram eftir nóttu og borðaði óreglulega.

Árið 2021 sagði Xavi, þáverandi þjálfari Barcelona, að „Ef hann er notaður rétt getur Dembélé verið besti leikmaður heims.“ En eftir meiðsli og erfið ár var hann seldur til PSG árið 2023 fyrir 43,5 milljónir punda. Parísarliðið leit á það sem góð kaup á leikmanni sem enn átti sitt besta eftir. Þeir vildu fleiri franska leikmenn og vinátta hans við Kylian Mbappé skipti máli.

Ousmane Dembele / Getty

Þegar Mbappé fór til Real Madrid árið 2024, opnaðist leiðin fyrir Dembélé til að verða stjarnan í liðinu.

Franski fótboltasérfræðingurinn Julien Laurens segir að Dembélé hafi verið gimsteinn sem þurfti rétta mótun og það tókst Enrique og PSG að gera.

„Þegar Enrique skildi hann eftir fyrir Arsenal-leikinn, varð það vendipunktur. Dembélé áttaði sig á því hvað Enrique vildi og hvernig hann þurfti að bregðast við. Þetta var valdatilburður hjá Enrique en um leið vakning fyrir Dembélé,“ segir Laurens í viðtali við Daily Mail Sport.

„Hinn lykilþátturinn var breytingin á stöðu hans úr væng í sóknarmiðju. Margir sem unnu með honum sem ungum leikmanni, þar á meðal Rolland Courbis hjá Rennes, töldu að besta staða hans væri þar. En vegna hraðans og tækninnar var freistandi að spila honum úti á kanti.“

„Enrique færði hann inn á miðjuna og byggði liðið í kringum hann og það breytti öllu. Bæði fyrir Dembélé og PSG.“

Aðstandendur Dembélé telja hann loksins vera að uppfylla þær væntingar sem gerðar hafa verið til hans í áratug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áfall fyrir Arsenal – Madueke verður frá í nokkra mánuði

Áfall fyrir Arsenal – Madueke verður frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tölfræði hjá Arsenal sem vekur athygli – Þessi hefur átt flestar marktilraunir

Tölfræði hjá Arsenal sem vekur athygli – Þessi hefur átt flestar marktilraunir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanlegt myndband náðist um helgina – Réðst á manninn sem hefur ekki farið í klippingu lengi

Óhugnanlegt myndband náðist um helgina – Réðst á manninn sem hefur ekki farið í klippingu lengi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Blikar telja sig hafa verið rænda á Hlíðarenda í kvöld: – Sjáðu atvikið – „Þetta er bara rán“

Blikar telja sig hafa verið rænda á Hlíðarenda í kvöld: – Sjáðu atvikið – „Þetta er bara rán“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Atvik sem sást ekki í beinni útsendingu – Garnacho fékk kaldar kveðjur frá leikmanni United

Atvik sem sást ekki í beinni útsendingu – Garnacho fékk kaldar kveðjur frá leikmanni United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir

EIginkona eiganda West Ham að munnhöggvast við stuðningsmenn félagsins sem eru reiðir
433Sport
Í gær

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta
433Sport
Í gær

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar