fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Rashford mætti seint og var refsað

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. september 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford var bekkaður í leik Barcelona gegn Getafe í La Liga í gær þar sem hann mætti seint á liðsfund.

Þessu er haldið fram í spænskum miðlum, en Englendingurinn kom inn á í hálfleik og lagði upp mark í 0-3 sigri.

Það vakti athygli margra að Rashford skildi byrja á bekknum eftir að hafa skorað bæði mörk Börsunga í 0-2 sigri á Newcastle í Meistaradeildinni í vikunni.

Ástæðan er nú komin í ljós, Rashford mætti seint á fund daginn sem leikurinn við Getafe fór fram.

Hansi Flick stjóri Barcelona tekur hart á slíku og er Rashford alls ekki fyrsti leikmaðurinn sem er refsað. Hafa Inaki Pena, Jules Kounde og Raphinha hlotið sömu örlög.

Athygli vekur að Rashford er sagður aðeins hafa mætt tveimur mínútum og seint á umræddan fund.

Rashford gekk í raðir Barcelona í sumar á láni frá Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar