fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. september 2025 09:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur orðið mikið hrun hjá Vestra í kjölfar þess að liðið varð bikarmeistari. Stigusöfnun og markatala frá bikarúrslitaleiknum er ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Vestri byrjaði Bestu deildina frábærlega og var í toppbaráttu framan af. Gengið fór svo að dala en aldrei datt nokkrum í hug að liðið gæti sogast niður í hörkufallbaráttu eftir fyrsta hluta mótsins. Annað hefur komið á daginn.

Vestri vann Val 1-0 í úrslitaleik bikarsins fyrir sléttum mánuði síðan og skrifaði þar með söguna. Liðið tryggði þá sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð og að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi næsta sumar.

Síðan hefur Vestri spilað fjóra leiki, fengið eitt stig og fengið á sig 13 mörk í þeim. Skyndilega er liðið 3 stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar fjórar umferðir eru eftir.

Það er magnað að liðið hafi fengið á sig 13 mörk í síðustu fjórum leikjum í ljósi þess að það eru fleiri mörk en liðið fékk á sig allan júní, júlí og ágúst fram að bikarúrslitaleiknum fyrir mánuði síðan, ef frá er talinn 2-1 tapleikur gegn KR 1. júní.

Taldi þetta tímabil 11 leiki og liðið því fengið á sig fleiri mörk eftir bikarúrslitin í næstum þrisvar sinnum færri leikjum en þessa mánuði á undan.

Ljóst er að lærisveinar Davíðs Smára Lamude þurfa að rífa sig í gang ef ekki á illa að fara í haust. Liðið á eftir að mæta ÍBV, KA, Aftureldingu og KR það sem eftir lifir móts. Deildinni hefur auðvitað verið skipt upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ferðast 11 ár aftur í tímann er hann fylgist með Garðbæingum – „Farið að minna á þetta örlagaríka sumar“

Ferðast 11 ár aftur í tímann er hann fylgist með Garðbæingum – „Farið að minna á þetta örlagaríka sumar“
433Sport
Í gær

Arteta setur nýja stranga reglu – Kostar leikmenn allt að 200 þúsund krónum á leikdegi

Arteta setur nýja stranga reglu – Kostar leikmenn allt að 200 þúsund krónum á leikdegi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk frá Diogo Jota – Sýnir hvaða mann hann hafði að geyma

Segir frá skilaboðum sem hann fékk frá Diogo Jota – Sýnir hvaða mann hann hafði að geyma
433Sport
Fyrir 2 dögum

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“

Birgir segir breytinga þörf eftir uppákomuna í Keflavík en lausnin er í sjónmáli – „Hef áhyggjur af heilindum leiksins þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami