Enska blaðið Daily Express segir að næstu þrír leikir hafi mikið að segja um framtíð Ruben Amorim sem stjóra Manchester United.
Amorim hefur farið illa af stað á nýju tímabili og er United með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
United tekur á móti Chelsea á heimavelli um komandi helgi en þar á eftir fylgja leikir gegn Brentford og Sunderland.
Svo kemur landsleikjafrí og þar gæti United skoðað breytingar ef Amorim kemur liðinu ekki á flug.
United tapaði illa gegn Mancehster City um liðna helgi og síðan þá hefur framtíð Amorim verið til umræðu.