fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Aftur refsar UEFA Crystal Palace

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. september 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur sektað Crystal Palace um því sem nemur tæpri einni og hálfri milljón króna vegna borða stuðningsmanna félagsins.

Á leik Crystal Palace og norska liðsins Fredrikstad í umspili um sæti í Sambandsdeildinni voru stuðningsmenn Palace með borða þar sem á stóð „UEFA Mafia“. Stuðningsmenn hafa einnig flaggað borðanum á fleiri leikjum í upphafi leiktíðar.

Ástæðan er reiði stuðningsmanna Palace í kjölfar þess að UEFA dæmdi liðið úr Evrópudeildinni og niður í Sambandsdeildina í sumar vegna brots á reglum um eignarhald á fleira en einu félagi.

Eigandinn, John Textor, hefur nú selt sinn hlut í Palace en það kom aðeins of seint. Á hann einnig hlut í Lyon, sem einnig er í Evrópudeildinni, og er það ástæða refsingarinnar.

Þess má geta að Palace vann einvígið við Fredrikstad og verður í Sambandsdeildinni í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum