Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur sektað Crystal Palace um því sem nemur tæpri einni og hálfri milljón króna vegna borða stuðningsmanna félagsins.
Á leik Crystal Palace og norska liðsins Fredrikstad í umspili um sæti í Sambandsdeildinni voru stuðningsmenn Palace með borða þar sem á stóð „UEFA Mafia“. Stuðningsmenn hafa einnig flaggað borðanum á fleiri leikjum í upphafi leiktíðar.
Ástæðan er reiði stuðningsmanna Palace í kjölfar þess að UEFA dæmdi liðið úr Evrópudeildinni og niður í Sambandsdeildina í sumar vegna brots á reglum um eignarhald á fleira en einu félagi.
Eigandinn, John Textor, hefur nú selt sinn hlut í Palace en það kom aðeins of seint. Á hann einnig hlut í Lyon, sem einnig er í Evrópudeildinni, og er það ástæða refsingarinnar.
Þess má geta að Palace vann einvígið við Fredrikstad og verður í Sambandsdeildinni í vetur.