fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

433
Miðvikudaginn 17. september 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, væri til í að ræða við Óskar Hrafn Þorvaldsson í hliðarraunveruleika og ræða við hann um núverandi þjálfara KR, sem er Óskar Hrafn.

KR er í harðri fallbaráttu þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni en tvískipting deildarinnar hefst næstu helgi. Mikil umræða er um KR þessa dagana eftir 7-0 tap gegn Víkingi á heimavelli um helgina.

KR hefur spilað sóknarbolta í allt sumar en varnarleikur liðsins hefur á köflum fengið mikla gagnrýna.

„Stundum væri ég til í að það væri hliðarraunveruleiki að ég væri með Óskari Hrafni á kaffistofu að ræða þennan þjálfara KR, ég hugsa um Óskar Hrafn 2004. Hvað hefði honum þótt um þennan þjálfara KR,“ sagði Hjörvar í hlaðvarpi sínu í gær.

Óskar var á sínum tíma fremsti blaðamaður landsins og þeir sem gerðu mistök fengu reglulega á baukinn.

„Alltaf að tala frábæran leik en tapa svo 7-0. Menn sem eru stórir, þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér. Jose Mourinho þegar hann varð leiður þegar hann missti Tottenham giggið, liðið var á leið á Wembley,“ sagði Hjörvar um félaga sinn Óskar.

Hann segist halda mikið með Óskari og verkefni hans með KR. „Þegar Óskari gengur ekki vel, þá heldur maður extra mikið með honum. Ég er HK-ingur, það mun ekki gleðja mig þó KR falli. Ég átta mig á það að mun gleðja mikið af fólki ef KR fellur.“

Hjörvar spurði svo gesti sína. „Hvað er hægt að gera? Hvað haldið þið að Óskar myndi segja ef hann væri ekki hann sjálfur.“

Töldu gestir þáttarins að Óskar myndi ekki fara neinum silkihönskum um KR-liðið sem væri í þessari stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Færir sig um set í Ástralíu

Færir sig um set í Ástralíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

City sagt ætla í harða baráttu við Liverpool næsta sumar

City sagt ætla í harða baráttu við Liverpool næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“