Samkvæmt heimildum Daily Mail eru leikmenn Manchester United farnir að missa trúna á kerfi Ruben Amorim, en niðurstaðan í 3-0 tapi gegn nágrönnum í Manchester City virðist hafa aukið á vandann.
The Sun greinir frá því að hluti leikmannahópsins sé ekki sannfærður um 3-4-3 leikkerfi Amorims, á meðan Daily Mirror segir að Amorim þurfi nú að berjast fyrir því að halda trausti leikmannanna.
Samhliða þessu greinir The Telegraph frá því að yfirstjórn félagsins sé þó enn sannfærð um að slakur árangur í byrjun tímabilsins sá versti í 33 ár hafi falið ákveðnar framfarir í liðinu undir stjórn Amorim. Tölfræðin hefur verið góð en úrslitin ekki.
Að sama skapi segir The Times að Joao Noronha Lopes, líklegasti frambjóðandinn til að verða næsti forseti Benfica, vilji skoða það að ráða Ruben Amorim til starfa.
United er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í deildinni og ljóst að pressan verður gríðarleg gegn Chelsea á heimavelli á laugardag.