FIFA hefur ákveðið að setja 70 prósent meira fjármagn til félaga sem eiga leikmenn á Heimsmeistaramótinu næsta sumar sem fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
Á HM í Katar fengu félög sem áttu leikmenn á mótinu 153 milljónir punda, sú tala hækkar nú 260 milljónir punda.
Félög fá greitt fyrir hvern dag sem leikmaður er á mótinu, þeir sem fara lengst skila félagi sínu mest í kassann.
Þessar upphæðir geta skipt mörg félög máli en HM fer af stað í júní á næsta ári og er mikil eftirvænting fyrir mótinu.
FIFA fær miklar tekjur af mótinu og félögin njóta góðs af því og upphæðirnar verða nú hærri en áður.