fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. september 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, leitar nú í óhefðbundnar leiðir til að gera sitt lið enn betra og sækir innblástur úr ruðningi.

Í 2-0 sigri PSG gegn Lens á sunnudag ákvað Enrique, 55 ára, að yfirgefa hliðarlínuna og fylgjast í staðinn með fyrri hálfleiknum úr fjölmiðlaboxinu á vellinum.

Hann sneri aftur niður á bekkinn í síðari hálfleik, en eftir leikinn útskýrði hann ákvörðunina og vísaði til þess að hann hefði séð ruðningsþjálfara beita svipaðri aðferð.

„Í dálítinn tíma hef ég verið að fylgjast með ruðningsþjálfurum sem greina leiki frá allt annarri sjónarhæð,“ sagði Enrique við blaðamenn.

„Mér líkar þessi möguleiki til að bæta leikinn okkar. Ég vildi fylgjast með fyrri hálfleiknum úr stúkunni og það er stórkostlegt. Það er öðruvísi. Ég get haft yfirsýn yfir allt.“

Hann sagðist sjá leikinn betur og geta lagað hlutina með leikmönnum sínum í hálfleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku