fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. september 2025 22:00

Avis-völlurinn í Laugardal. Mynd: Þróttur R.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í að fótboltasumarið klárist, en síðustu leikir nokkurra deilda fara fram um helgina.

2. deild kvenna klárast um helgina. Nú þegar er ljóst að Selfoss hampar titlinum. ÍH er í öðru sæti, tveimur stigum á undan Völsungi fyrir lokaumferðina. ÍH nægir að öllum líkindum jafntefli til að tryggja sér annað sæti í ljósi markatölu sinnar, en takist Völsungi að vinna Selfoss og ÍH tapar fyrir Fjölni þá fer Völsungur í annað sætið.

Síðasta umferð Lengjudeildar karla fer fram á laugardag og er gríðarlega mikil spenna á bæði toppi og botni deildarinnar. Þrjú lið, Þór, Þróttur R. og Njarðvík eiga möguleika á að enda í fyrsta sæti deildarinnar og fara beint upp í Bestu deildina. Þróttur R. og Þór mætast einmitt á AVIS vellinum á meðan Njarðvík mætir Grindavík á JBÓ vellinum. Það er þegar ljóst að Fjölnir er fallið í 2. deild. Selfoss, Leiknir R., Fylkir og Grindavík geta öll farið með Fjölni niður, en Selfoss situr í 11. sæti fyrir lokaumferðina.

2. deild karla klárast á laugardag þar sem Þróttur V., Ægir og Grótta berjast um tvö sæti í Lengjudeildinni. Þróttur V. er í efsta sæti með 42 stig, en Ægir og Grótta eru jöfn að stigum með 41 stig. Ægir er þó í 2. sæti með betri markatölu en Grótta. Grótta og Þróttur V. mætast innbyrðis í lokaumferðinni. Á botninum er Höttur/Huginn fallið, en Víðir, Kári og og KFG geta fylgt þeim niður í 3. deild.

Magni er komið upp í 2. deild karla, þó Hvíti Riddarinn geti komist yfir það og í efsta sætið. Augnablik er svo í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Hvíta Riddaranum en með mun verri markatölu. Svo það þarf margt að gerast svo Hvíti Riddarinn fari ekki upp með Magna. ÍH er hins vegar fallið í 4. deild á meðan KFK eða KF fylgja þeim niður. KFK er með 20 stig í 11. sæti á meðan KF er með 20 stig í 10. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið
433Sport
Í gær

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum