Samkvæmt heimildum Daily Telegraph hafði Liverpool áhuga á að skipta Luis Diaz út fyrir þáverandi sóknarmann Manchester City, Julian Alvarez, sumarið 2024.
Blaðið greinir frá því að Diaz, sem gekk til liðs við Bayern München í sumar, hafi þá þegar verið orðinn óánægður á Anfield.
Liverpool vonaðist til að nýta tækifærið til að landa Alvarez í skiptum en vonir þeirra voru fljótt brostnar þar sem City var ekki tilbúið að selja leikmanninn til beins keppinautar.
Diaz var lykilmaður í liði Liverpool sem varð enskur meistari á síðustu leiktíð en vildi hærri laun sem hann fékk hjá Bayern.
Kantmaðurinn frá Kólumbíu reyndist Liverpool vel í nokkur ár en félagið ákvað að selja hann í sumar til að ná í aðra menn.