fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

433
Fimmtudaginn 11. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, er eins og flestir Íslendingar ósáttur við að jöfnunarmark Íslendinga gegn Frökkum í fyrrakvöld hafi verið dæmt af.

Íslenska liðið virtist ætla að sækja stig á útivelli þegar Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt annað mark. Var það dæmt af fyrir afar litlar sakir með VAR og urðu lokatölur leiksins 2-1 fyrir Frakka.

„Hversu langt á VAR að ganga? Er ásættanlegt að mörk í fótboltaleikjum séu dæmd af vegna lítilsháttar snertingar? Snertingar sem viðkomandi leikmaður fann ekki fyrir og hafði engin áhrif á leikinn.

Þetta var það sem gerðist á Prinsavellinum í París í fyrrakvöld þegar jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsens var tekið af íslenska landsliðinu rétt fyrir leikslok gegn Frökkum. Kylian Mbappé fyrirliði Frakka krafðist þess að dómarinn færi í skjáinn, löngu eftir að hann hafði bent á miðjupunktinn og íslenska liðið hafði fagnað markinu góða stund,“ skrifar Víðir í blað dagsins.

„Dómarinn hlýddi stórstjörnunni, sá að Andri hafði komið örlítið við treyju Ibrahima Konaté í baráttu þeirra um boltann, rétt áður en hann skoraði markið, og taldi það næga ástæðu til að dæma markið af. Við mikla ánægju 40 þúsund áhorfenda í París. Sennilega var enginn meira hissa á þessu en Konaté sjálfur sem hafði legið eftir, svekktur yfir því að fá á sig mark. Datt ekki í hug að mótmæla.“

Víðir bendir á að svona komi upp oft í hverjum leik.

„Svona snertingar eins og hjá Andra gagnvart Konaté eiga sér stað 50 sinnum í hverjum leik. Nokkur slík tilvik eiga sér stað í hvert einasta skipti sem hornspyrna er tekin. Fótbolti er ekki leikur án snertinga. Leikmenn eru í stöðugum návígjum og ef dæma ætti aukaspyrnu í hvert sinn sem hægt er að merkja að treyja mótherjans hefði verið snert værum við komin í allt aðra íþrótt. Viljum við það?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Solskjær útskýrir af hverju Sancho komst ekki á flug hjá United – Fékk slæma eyrnabólgu

Solskjær útskýrir af hverju Sancho komst ekki á flug hjá United – Fékk slæma eyrnabólgu