Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, virtist skjóta föstum skotum í átt að Jude Bellingham þegar hann hrósaði liðsheild og hugarfari leikmanna sinna eftir 5-0 sigur á Serbíu á þriðjudag.
Sigurinn var sá besti undir stjórn Þjóðverjans til þessa og kom án þess að stór nöfn eins og Bellingham, Phil Foden, Bukayo Saka og Cole Palmer væru með.
Það sem gladdi Tuchel þó mest var samheldnin innan liðsins. Þjálfarinn hefur áður lýst því að Bellingham geti „hrætt“ samherja sína með framkomu sinni og virtist hafa Real Madrid-stjörnuna í huga þegar hann sagði eftir leik:
„Það var engin viðhorfsbreyting eftir mistök, engin pirringur, engin hönd upp, engin augnaráð eða ljót orð. Þetta var lið sem vildi vinna og leggja sig fram í 90 mínútur,“ sagði Tuchel.
Tuchel bætti við: „Þetta er liðsíþrótt. Þessir leikmenn hafa gæðin og hungrið til að spila fyrir okkur og fyrir sitt land. Allir fá tækifæri. Ef stórt nafn missir af stórmóti, þurfum við lausnir. Ef hann missir af landsliðsverkefni, þurfum við lausnir. Við verðum að treysta þeim sem eru tiltækir og tilbúnir að vera besta útgáfan af sjálfum sér og besti liðsfélaginn og það gerðum við.“