Það er útlit fyrir að kapphlaup sé framundan meðal stórliða um Joel Ordonez, ungan miðvörð Club Brugge í Belgíu.
Ordonez var lengi talinn á leið til Marseille í sumar en allt kom fyrir ekki. Það er þó ekki ólíklegt að hann fari í janúar eða næsta sumar en nú eru mun fleiri félög komin inn í myndina.
Á Englandi vilja Aston Villa og Chelsea fá þennan 21 árs gamla varnarmann og þá er ítalska stórliðið Inter einnig á eftir honum.
Bæði Villa og Chelsea voru með útsendara að fylgjast með Ordonez í síðasta landsleikjaglugga með Everton.