fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. september 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ben White, varnarmaður Arsenal, lýsir nýjum liðsfélaga sínum, Viktor Gyökeres, sem „algjöru skrímsli“ og einn mesta atvinnumann sem hann hefur æft með.

Sænski framherjinn er aðeins búinn að vera í nokkrar vikur hjá Arsenal eftir 63,5 milljón punda félagaskipti frá Sporting, og er þegar kominn með tvö mörk á nýjum heimavelli.

White og Gyökeres voru einnig samherjar hjá unglingaliði Brighton, og segist enski landsliðsmaðurinn fullviss um að Viktor muni slá í gegn í Norður-London.

„Hann er skrímsli. Hann lifir fyrir mörkin, er sífelld ógn,“ sagði White í viðtali við opinberu heimasíðu Arsenal.

„Þú vilt alls ekki lenda á vegi hans, hann ýtir þér bara til hliðar og heldur áfram.“

„Hann er svo stór og sterkur og það skiptir miklu máli að hann hafi áður spilað í enskum fótbolta. Margir koma í ensku úrvalsdeildina og hafa ekki fengið að kynnast henni áður og það getur verið erfitt.“

„En Viktor er vanur þessu. Hann spilaði með Coventry og ég spilaði helling af leikjum með honum hjá Brighton. Hann veit alveg hvernig þetta virkar, og hvað má búast við frá varnarmönnum.“

White bætti við: „Ég get ekki sagt neitt neikvætt um hann, í alvöru talað. Hann er einn af þeim allra best atvinnumönnum sem ég hef æft með, hann er alveg uppi með Martin Ødegaard hvað það varðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Arftaki Mourinho klár
433Sport
Í gær

Reynir aftur að fara frá United eftir áramót

Reynir aftur að fara frá United eftir áramót
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt
433Sport
Í gær

Hinn umdeildi dómari ákærður – Sakaður um að hafa brotið hrottalega gegn barni

Hinn umdeildi dómari ákærður – Sakaður um að hafa brotið hrottalega gegn barni
433Sport
Í gær

Þjálfari Frakklands bálreiður eftir að baulað var á leikmann liðsins í gær

Þjálfari Frakklands bálreiður eftir að baulað var á leikmann liðsins í gær