fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. september 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Coote, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, mætti fyrir dómara í morgun og neitar sök. Hefur hann verið ákærður fyrir að hafa brotið gegn barni og tekið upp ósiðlegt myndband.

Er Coote ákærður fyrir að hafa gert eitt kynferðislegt myndband af barni í flokki A, meint atvik átti sér stað í janúar árið 2020.

Flokkur A er alvarlegasti flokkurinn og sýnir yfirleitt ung börn annað hvort vera kynferðislega misnotuð eða nauðgað af fullorðnum.

Coote kom fyrir dómara í dag, staðfesti nafn sitt og neitaði svo sök. Málið verður áfram rannsakað og þarf hann að mæta aftur síðar til að svara til saka.

Getty Images

PGMOL, samtök enska dómarafélagsins, staðfesti í nóvember síðastliðnum að Coote hefði verið settur í ótímabundið leyfi frá dómgæslu eftir að upptökur komu fram á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsti Liverpool í neikvæðum orðum og gerði grófa athugasemd í garð fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins, Jürgen Klopp.

Í kjölfarið birtist annað myndband þar sem Coote virðist taka inn kókaín, en upptakan á að hafa verið tekin á meðan hann sinnti dómarastörfum fyrir UEFA á Evrópumótinu 2024.

Málið er varðar myndbandið af barninu er komið til rannsóknar lögreglu og dómstóla, og ekkert frekar hefur verið gefið út af hálfu yfirvalda að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Real Madrid sagt skoða varnarmann Tottenham

Real Madrid sagt skoða varnarmann Tottenham
433Sport
Í gær

Sjáðu brjálaðan Onana eftir landsleik í gærkvöldi – Sló til áhorfanda

Sjáðu brjálaðan Onana eftir landsleik í gærkvöldi – Sló til áhorfanda
433Sport
Í gær

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“