Forsala á báða heimaleiki Íslands í október er hafin á miðasöluvef KSÍ. Athugið að í forsölu er aðeins hægt að kaupa miða á báða leikina saman í pakka.
Með því að kaupa miða í forsölu hefur þú tryggt þér þitt sæti á báða þessa mikilvægu heimaleiki, sem jafnframt eru síðustu heimaleikir A-landsliðs karla á árinu.
Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir miðum á þessa leiki og hvetur KSÍ fólk til að tryggja sér miða tímanlega. Hver kaupandi getur aðeins keypt sex miða í einu.
Verð á báða leikina má sjá á meðfylgjandi mynd.
Miðasala á staka leiki hefst á eftirfarandi dagsetningum:
Ísland – Úkraína, miðasala hefst mánudaginn 29. september kl. 12:00.
Ísland – Frakkland, miðasala hefst miðvikudaginn 1. október kl. 12:00.