fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. september 2025 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besti vinur Diogo Jota og fyrrum liðsfélagi hans, Ruben Neves, hefur fordæmt portúgalska slúðurblaðið TV Guia eftir að það birti forsíðumynd sem virtist sýna hann í rómantísku samhengi með ekkju Jota, Rute Cardoso.

Myndin, sem líklega var tekin rétt áður en þau faðmuðust eða kysstust á kinn, var sett á forsíðu með fyrirsögninni „Eftir dauðann: Hvernig ekkja Diogo Jota leitar til besta vinar hans“ sagði á forsíðunni og  hefur valdið mikilli reiði og hneykslun í Portúgal.

Neves tók til sinna ráða og birti ítarlega yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýnir myndaval tímaritsins harkalega:

„Góðan daginn. Ég trúi alltaf á það góða í fólki, þótt ég hafi oft verið varaður við því. Ég hef verið svikinn, en aldrei óskað neinum ills. Sá sem valdi þessa mynd á forsíðuna á ekki skilið að vera hamingjusamur alveg eins og myndaval þeirra var ekki fallegt,“ segir Neves.

Forsíða blaðsins.

„Ég og eiginkona mín höfum verið saman í yfir 11 ár. Við erum hamingjusöm, eigum fjölskyldu sem fyllir mig stolti og höfum aldrei lent í neinum hneykslismálum. Við höfum reynt að styðja Rute og fjölskyldu hennar eftir fremsta megni. Myndin sem var valin er jafn óheppileg og sá sem valdi hana og birti.“

„Ég ber virðingu fyrir því að fólk vilji standa sig í vinnu, en ég ber enga virðingu fyrir þeim sem virða ekki aðra. Enn og aftur: Ég er stoltur af konunni minni og fjölskyldunni minni. Við erum líka stolt af Rute, fyrir styrkinn sem hún hefur sýnt. Við erum hér fyrir hana, hvernig sem það er, og hún veit það. Takk.“

Neves er með húðflúr af Jota á sér.

Neves leggur áherslu á að hann sé ekki að gagnrýna efni greinarinnar sjálfrar sem fjallaði ítarlega um vináttu hans og fjölskyldu Jota heldur myndaval sem setti samband þeirra Rute í villandi samhengi.

Jota lést, ásamt bróður sínum Andre, í hörmulegu bílslysi í byrjun júlí. Hann og Rute höfðu gifst aðeins fáum dögum fyrir slysið og lætur hann eftir sig þrjú börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Góður sigur hjá Íslandi í Lúxemborg

Góður sigur hjá Íslandi í Lúxemborg
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik