Arsenal er sagt tilbúið að skoða það að selja tvo sóknarmenn í janúar, félagið styrkti sig vel í sumar og minni spiltími bíður þessara manna.
Segja enskir miðlar að Gabriel Jesus framherjinn frá Brasilíu sé einn þeirra, hann er meiddur þessa stundina.
Jesus kom til Arsenal frá Manchester City fyrir nokkrum árum en ekki náð flugi hjá félaginu.
Leandro Trossard er sagður hinn sóknarmaðurinn sem Arsenal er tilbúið að selja, hann á undir högg að sækja.
Arsenal keypti bæði Noni Madueke og Eberechi Eze í sumar sem hefur skapað vandræði fyrir þessa tvo.