Með marki sínu gegn Íslandi í gær varð Kylian Mbappe næstmarkahæsti landsliðsmaður í sögu Frakka. Tók hann fram úr Thierry Henry.
Mbappe skoraði fyrra mark Frakka í naumum 2-1 sigri á Íslandi af vítapunktinum. Var það hans 52. landsliðsmark í 92 leikjum.
Henry á 51 mark og tók hann því fram úr honum. Olivier Giroud trónir á toppi þessa lista með 57 mörk.
Óhætt er að fullyrða að Mbappe muni slá það met fyrr en síðar, enda aðeins 26 ára gamall og á toppi ferilsins.