Angelo Stiller miðjumaður Stuttgart er eftirsóttur biti og samkvæmt fréttum í sumar reyndi Manchester United að kaupa hann.
Enska blaðið Express segir að Arsenal sé nú farið að skoða Stiller leiði kapphlaupið um hann.
Stiller er þýskur landsliðsmaður en bæði Bayern og Real Madrid hafa fylgst með framgangi hans.
Stiller er 24 ára gamall og samkvæmt fréttum reyndi Manchester United að kaupa hann undir lok gluggans.
Ruben Amorim vildi styrkja miðsvæði sitt í sumar en fékk það ekki í gegn en félagið reyndi bæði við Stiller og Carlos Baleba miðjumann Brighton.