fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Í tíu mánaða bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik gegn United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. september 2025 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yeray Alvarez, miðvörður Athletic Bilbao, hefur verið úrskurðaður í keppnisbann fram í apríl 2026 eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í kjölfar 3-0 taps liðsins gegn Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili.

30 ára gamli varnarmaðurinn lék allan leikinn á San Mamés vellinum.

Í yfirlýsingu frá UEFA kemur fram að Alvarez hafi greinst með bannað efni í líkamanum og sé því settur í keppnisbann sem gildir fram í apríl 2026.

Hins vegar mun hann fá að snúa aftur til æfinga í byrjun febrúar sama ár, samkvæmt ákvörðun dómstólsins.

Alvarez, sem á að baki landsleiki með U21-landsliði Spánar, hefur verið fastamaður í vörn Bilbao undanfarin ár og var mikilvægur hluti af liði Ernesto Valverde á síðasta tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wrexham reynir að fá Dele Alli

Wrexham reynir að fá Dele Alli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fagnar komu Isak og ætlar að búa til vandamál fyrir Arne Slot

Fagnar komu Isak og ætlar að búa til vandamál fyrir Arne Slot
433Sport
Í gær

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu
433Sport
Í gær

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi