fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – Dómaraskandall rændi Íslendinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. september 2025 20:52

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París

Ísland sýndi góða frammistöðu en tapaði á svekkjandi hátt gegn Frakklandi í 2. umferð undankeppni HM í kvöld.

Íslenska liðið var afar skipulagt fyrstu mínúturnar og stríddi Frökkunum inn á milli, þó heimamenn hafi fengið sín færi. En um miðbik fyrri hálfleiks komst Andri Lucas Guðjohnsen inn í sendingu Michael Olise eftir frábæra pressu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni og skoraði.

Það stefndi í að Ísland færi með forystu inn í hálfleik en þá fékk Mikael Neville Anderson dæmda á sig klaufalega vítaspyrnu. Kylian Mbappe fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá Elíasi Rafni Ólafssyni.

Þrátt fyrir ágætist byrjun á seinni hálfleiknum hjá íslenska liðinu komust heimamenn yfir á 62. mínútu eftir laglegt samspil, en Mbappe renndi boltanum á Bradley Barcola sem kom honum í netið.

Það dró svo til tíðinda skömmu síðar þegar Aurelien Tchouameni fékk beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Jóni Degi Þorsteinssyni.

Íslenska liðinu tókst að koma boltanum í netið í lokin, það gerði Andri Lucas aftur en var það dæmt af í VAR vegna peysutogs í aðdragandanum. Afar svekkjandi.

Lokatölur 2-1. Frakkar eru með fullt hús eftir tvo leiki en Ísland 3 stig. Úkraína er svo með 1 stig í riðlinum, sem og Aserbaísjan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Í gær

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara