Ibrahima Konate varnarmaður Liverpool er í viðræðum við félagið um nýjan samning. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Konate verður samningslaus næsta sumar og getur þá labbað frítt frá Anfield.
Romano segir að Real Madrid bíði á kantinum og hafi látið vita að félagið vilji fá Konate næsta sumar.
Konate er 26 ára gamall og hefur reynst Liverpool vel síðustu ár, hann hefur hins vegar verið mikið meiddur.
Varnarmaðurinn knái kom frá Leipzig sumarið 2021 og er því á sínu fimmta ári á Anfield.