fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. september 2025 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París:

„Við lögðum mikið í leikinn en fáum ekkert úr honum, að vera einum fleiri í tuttugu mínútur að fá ekkert úr leiknum er þreytt ,“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson eftir sárgrætilegt tap gegn Frakklandi í undankeppni HM í kvöld. Leikið var í París.

Um miðbik fyrri hálfleiks komst Andri Lucas Guðjohnsen inn í sendingu Michael Olise eftir frábæra pressu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni og skoraði. Það stefndi í að Ísland færi með forystu inn í hálfleik en þá fékk Mikael Neville Anderson dæmda á sig klaufalega vítaspyrnu. Kylian Mbappe fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá Elíasi Rafni Ólafssyni.

Þrátt fyrir ágætist byrjun á seinni hálfleiknum hjá íslenska liðinu komust heimamenn yfir á 62. mínútu eftir laglegt samspil, en Mbappe renndi boltanum á Bradley Barcola sem kom honum í netið. Íslenska liðinu tókst að koma boltanum í netið í lokin, það gerði Andri Lucas aftur en var það dæmt af í VAR vegna peysutogs í aðdragandanum. Afar svekkjandi.

„Þetta er mjög soft, ég efast um að þetta hefði verið í hina áttina.“

Það dró til tíðinda í síðari hálfleik þegar Aurelien Tchouameni fékk beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Jóni Degi.

„Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið. Ég held að ég hefði sloppið vel, ég stífnaði upp í kálfann. Ég sagðist ætla að liggja aðeins því ég vissi að ég væri að fara út af ,“ sagði Jón Dagur.

Sjáðu meira hérna:
Sjáðu sóðalegt brot og verðskuldað rautt spjald – Heppni að Jón Dagur meiddist ekki illa

Viðtalið er í heild hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvissa með Cole Palmer

Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu
433Sport
Í gær

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn