Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá París:
„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu, við eigum skilið að taka stig,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 2-1 tap gegn Frakklandi í undankeppni HM í kvöld, leikið var í höfuðborg Frakklands.
Ísak Bergmann var öflugur í leiknum en var ansi þreyttur þegar líða tók á leikinn og útskýrði hvað gekk á.
„Ég er stoltur af liðinu, þetta er alvöru frammistaða og mjög stoltur. Ég er að drepast, ég fékk högg frá Kounde í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var ég að drepast, það var rétt að taka mig út af. Þetta er bara högg, vonandi er ég góður eftir 2-3 daga.“
Andri Lucas Guðjohnsen virtist hafa jafnað leikinn 2-2 fyrir Ísland í restina en dómarinn dæmdi mjög ódýrt brot á hann í aðdraganda marksins.
„Við vorum að horfa á þetta í klefanum, það er hálf sekúnda sem hann er að tosa og þeir eru að djöflast í hvor öðrum. Þetta er glórulaust, það er rænt af okkur stigi.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.